Vond lykt = ekta túr


Keyrslan er mikil á tónleikunum, drykkju og í bílnum líka.
Við erum svona að venjast þessu öllu saman en annað slagið kemur upp sú hugsun hvað þetta er æðislegt líf og hversu óraunverulega heppnir við séum.

Það er bannað að losa um sæðisfrumurnar í bílnum okkar þannig að við erum allir mjög "spenntir" og hressir, Arnar er samt orðinn pínu pirraður inní sér en það er hans vandamál :) Annars er mjög fínt að hafa auka kynorku fyrir gig-in þannig að þetta virkar ágætilega. Ég held hins vegar að sumir séu búnir að svindla svoldið....nefni enginn nöfn

Í gær og fyrradag drógu Skidararnir okkur uppá svið og við sungum með í laginu "Get the fuck out".......það var ekki raunverulegt...

Við erum núna í Glasgow, Skotlandi og fengum hlýjar móttökur um leið og við stigum útúr bílnum frá stelpu með fullt af pappírum og geisldiskum fyrir okkur til að skrifa á.
Þetta er þriðja skiptið sem við spilum hérna á þessum æðislega stað sem heitir "The Garage" og sama stelpan tekur alltaf á móti okkur, rosalega krúttlegt.

Eftir nokkra daga er kominn ógeðsleg lykt í bílinn (að sjálfsögðu) og sokkar orðnir meira en skítugir og ég ekki búin að fara í sturtu síðan við komum út. Sjáum hvað strákarnir þola það lengi áður en þeir henda mér inn í klefa í fötunum. En vond lykt er samt partur af þessu blessaða Rock N' Roll líferni sem við völdum okkur....þýðir bara að allt er eins og það á að vera.
En ekki rennur upp það sekúndu brot að ég sjái eftir því, sama hversu skítugur og ógeðslegur ég verð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragnar ef þú ert ekki holdgerfingu rokks þá veit ég ekki hvað, þú ert eiginlega of svalur. Gangi ykkur vel það sem eftir er af túrnum!

Arnar (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 19:38

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Auðvitað er runkbann í rútunni - ef maður sé í rokkhljómsveit á maður ekki að þurfa að kippa í. Til þess eru grúppíurnar.

Bestu óskir að heiman. Punginn á þér.

Ingvar Valgeirsson, 18.11.2007 kl. 20:36

3 identicon

æi Ingvar þu ert svo smart alltaf...

Sara Dís (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 21:05

4 identicon

já og koma svo með blogg....

Ég er ferlega forvitin um þetta allt þótt svo að það sæki að öfundsýki líka (hef allavega ekki eins mikinn móral hve mikil bitch ég var í æsku hehehe)

Kv

Linda

Berglind Ósk Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband