Meiri einlægni í rokkið

Við erum lagðir af stað í mánaðar túr með hljómsveitunum "Slaves to Gravity" og "Aiden". Við komum til með að spila fyrir 15.000 manns á þessum túr og ferðumst um 6 lönd í evrópu með aðeins 6 frí daga sem fara í ferðalög á milli staða.

Ég geri mér grein fyrir því að það nenna ekki allir að lesa endalausar sögur um það hvernig gekk að spila, róta, partýa og sofa. Og einka húmorinn okkar og Arnars nær alls ekki til allra.
Mig langar samt að blogga á hverjum degi og hef ákveðið að vera aðeins meira persónulegri á komandi mánuði.
Við erum búnir að koma okkur vel fyrir í rútunni sem við deilum með Aiden, voða fín og snyrtileg rúta með 6 sjónvörpum, playstation, x-box og tonn af bíómyndum og leikjum. Þar er líka bannað að reykja þannig að maður fær ekki lungnabólgu á því að vera þar lengi, plús að hún er þrifin á hverjum degi : )

Ég var að vona að Aiden gæjarnir væru ekki rugludallar, því það er rosalega mikið af fávitum í þessum bransa og margir hverjir stunda ýmist óheilbrigðar afþreyingar,
og þar sem ég er kominn á það stig í lífinu mínu að ég nenni ekki að vera í kringum stanslaust partý alltaf þá hefði það ekki verið cool í heilan mánuð, og mig kveið svoldið fyrir.

En þeir virðast vera mjög "down to earth" og eru mjög nice, við erum reyndar bara búnir að þekkja þá í einn dag : ) en þeir lofa góðu og söngvarinn er edrú og hálfgerður foringi yfir hinum.

Við höfum talað um að það væri gott og gaman fyrir okkur að spila með báðum þessum böndum, hálf ótrúlegt að það skuli hafa ræst í einum túr.

- Ragnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband