Færsluflokkur: Tónlist
13.11.2007 | 17:48
Að fara soundchecka fyrir fyrsta gig!
Okei, ég sit við sviðið á Mean Fiddler í miðbæ London, Skid Row rótararnir eru að stilla upp og undirbúa fyrir soundcheck. Við erum búnir að vera hérna í allan dag að hafa okkur klára, búnir að sjá hetjurnar en ekki búnir að heilsa þeim ennþá. Þegar þeir stigu útúr rútunni fékk ég pínu í magann og núna er sú staðreynd að hellast yfir mig að við séum að fara hita upp fyrir þá næstu 2 vikurnar en samt finnst mér það enn óraunverulegra heldur en nokkru sinni fyrr. Við erum óhemju spenntir fyrir giginu í kvöld og vonum að það eigi eftir að ganga "semi" slysalaust, en svona fyrsta gig á túr er alltaf pínu skrítið samt og við megum alveg búast við einhverjum ævintýrum. Seinast þegar við spiluðum hérna var næstum því búið að banna okkur að spila aftur því Arnari tókst að sulla bjór yfir allt sviðið í látunum sínum sem var EKKI vinsælt hjá staffinu þannig að við pössum okkur vel núna. Annars er mórallinn mjög góður hjá okkur, Aggi sem spilar á gítar og hljómborð með okkur á túrnum er að koma til Englands í fyrsta skipti þannig að hann tók pínu rokk pakka í gær, rakaði af sér skaphárin (ekki slysalaust) og varð pínu fullur uppá hótelherbergi. Ég er að fara sjá Skid Row í fyrsta skipti í kvöld og er eiginlega meira spenntur fyrir því heldur en að fara spila sjálfur, eins geðveikt og það verður! Vá hvað ég elska að vera ég í dag! kv. Ragnar
Tónlist | Breytt 14.11.2007 kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.11.2007 | 16:23
SIGN á leiðinni út
Jæja, nú erum við á leiðini útá flugvöll og platan kom í búðir í dag, þetta er semsagt mjög stór dagur fyrir okkur Signverja því við erum búnir að bíða spenntir eftir því að þessi plata líti dagsins ljós. Nú er líka aðeins einn dagur í að við hittum "idolin" okkar í Skid Row og spenningurinn er svo rosalegur að við gætum þurft að hafa með okkur auka nærbuxur til að hitta strákana. Dagurinn í dag er búin að ganga misvel og það er búið að vera mikið stress hjá okkur, klára að pakka niður og redda hinu og þessu eins og gerist og gengur á svona stórum degi. Enginn var tíminn til að borða eða neitt þannig að menn voru farnir að borða pizzu uppúr ruslinu síðan á fimtudaginn og gera þrenna hluti í einu sem er ekki eðlilegt fyrir okkur rokkarana. Bílstjórinn okkar var líka seinn og með slökkt á símanum sínum í þokkabót þannig að við vorum í alvöru farnir að efast um að við myndum ná fluginu. En hann kom þessi elska þegar stressið hafði náð hámrki og við náðum aftur að anda rólega. Við skiljum við ísland með bros á vör til að sparka í rassgatið á Englandi og skiljum plötuna okkar eftir til að sparka í rassgatið á Íslandi. Farewell Kv. Sign
Tónlist | Breytt 14.11.2007 kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)