Færsluflokkur: Tónlist

Á hring um landið

Við erum á 4 degi á hringnum í kringum landið (fyrir utan vestfirði) og ég sit núna í ógeðslegu veðri á Eskifirði að skrifa blogg.
Við, Dr. Spock og Benny Crespos Gang erum öll saman í einni rútu sem var fyllt af bjór, coke zero og prins polo í byrjun ferðalagsins og erum við búin að lifa á því. Ég er sjálfur búin að vera fárveikur alla síðustu viku og röddin er svona ennþá að jafna sig þannig að ég er búin að taka því rólega og vera duglegur að kúra undir teppi og sofa.
Arnar hins vegar er búin að vera eldhress og partíar alltaf fyrir tvo hvort sem er.
Hann er búin að: dulbúa sig sem múmía í klósettpappír, tannbursta sig með klósettbursta (notuðum), setja tannkrem á rassinn á sér, rúlla allsber niður tröppurnar á einu gistiheimilinu með blóm í rassinum, og svona má lengi telja ("Beisiklí" hegða sér eins og fíflið sem hann er)

Tónleikarnir eru búnir að ganga rosalega vel og mætingin er búin að vera til fyrirmyndar, ég man sjálfur þegar ég var að alast upp á Ísafirði að ef einhver hljómsveit kom frá Reykjavík þá mætti maður bara og rokkaði útaf því að það var eitthvað sem gerðist ekki í hverri viku.
Landsbygðin er Rokkþyrst og við erum að skemmta okkur konunglega að bjarga málunum.


Sign besta nýja breska bandið?

Íslensku tónlistarverðlaunin????

-Nei ekki hér á bæ, en við fengum hinsvegar glæsilegan verðlauna grip frá "Pure Rawk Awards" 

Verðlauna afhendingin fór fram þann 8. febrúar seinast liðinn og hlutu Sign viðurkenningu sem besta nýja bandið í Bretlandi.

Nei þetta er ekki klíkuskapur, en það voru 15 þúsund aðilar sem sáu um kosningar á netinu.

15 þúsund? Ég er nú enginn stærðfræðingur (datt út í flókinni algebru) en eru það ekki alveg 5 prósent af hinni íslensku þjóð? 

Við gátum því miður ekki verið viðstaddir en þetta var víst heljarinnar veisla, haldin á hinum víðfræga Marquee Club þar sem bjórinn flaut eins og snjór á góðum íslenskum vetrardegi.

Neinei við vorum uppteknir við að...... moka snjó : )

 

Sjáiði hvað hann er fallegur : ) 

verðlaunagripurinn okkar


Sign 2008

Nýtt ár gengið í garð og nú fer allt að fara á fullt hjá Sign, Aftur!

 Afsakið óþarfa langa pásu í blog menninguni okkar en hér með verður  (ó)regluleg uppfærsla um hvað er að gerast í sign búðum

Við viljum þakka öllum fyrir allan þann stuðning sem við fengum á liðnu ári.

 

Ragnar settist niður með myndavél í stutt spjall: 

Video tekið af Agli Karel : ) 


Ha!!! búið???


Seinasta gigið búið áður en við spilum saman á Íslandi og það var mjög skrítið gig, allir frekar blúsaðir á því.
Við spiluðum í borg sem heitir Dudley, og það er svo klikkað hverfi að rumarnir sem eru að vinna þar eru með kúbein og hafnaboltakylfur reiðubúnar ef þeir þurfa að leysa einhver mál, þeir neituðu fyrst að borga okkur og við vorum náttúrulega ekkert að æsa okkur yfir því, en með kurteisi reddaðist það allt saman :)

Við vorum að kveðja alla  og erum pínu súrir að þetta sé allt saman búið.
Skid Row eru ógeðslega ánægðir með okkur og sáttir við túrinn og finnst að við hefðum átt að túra með þeim miklu lengur.
Nú þegar þetta er búið er það leiðinlegasta eftir: fara með allt draslið í gegnum flugvellina og bíða... okkur langar bara að vera komnir heim núna í faðmlögin sem bíða okkar.
Við erum á leiðinni til Heathrow og verðum þar í nótt, hendum dótinu inn kl: 9 í fyrramálið og síðan er flugið kl: 1.
Skidararnir eru á leiðinni til Grikklands núna en hlakka óhemjulega mikið til að koma til Íslands á föstudaginn kemur....
Maður myndar svo sterk tengsl á svona túr og skemmtilega vináttu að við söknum þeirra strax....trúum alls ekki að þessar 2 vikur séu búnar....

Túra eða bara vera heima hjá sér

Ég sit uppí rútu og klukkan er 2 um nóttina, Rob sem keyrir bílinn er sofandi við hliðina á mér og strákarnir eru ennþá inní á staðnum sem við spiluðum á að spjalla við eitthvað lið og skemmta sér.
Ég er búin að vera slappur tvo seinustu daga og það var næstum því liðið yfir mig í Liverpool í gær í seinasta laginu en ég náði samt að "feika" það mjög vel
Ég passa mig samt að fara alltaf manna fyrstur í rúmið því ólíkt hinum hef ég rödd sem þarf að passa uppá. Það er hægt að skipta um strengi í gítar, gera við lóðningar og skipta um trommuskinn en ef röddin klikkar þá er voða lítið hægt að gera.
Það eru bara þrennir tónleikar eftir af þessum blessaða túr og þó okkur hlakki rosalega til að hitta ástvinina og allt það þá kvíðum við líka fyrir því að þetta endi og að við höfum ekki "gig" á hverju kvöldi, því á þessum hálftíma sem við spilum lifnar hver einasta fruma í líkamanu við og lífið hefur fullkomin tilgang, sama hversu ömurleg restin af deginum getur verið.

Hérna er komið að krossgötum þar sem svo mörg bönd hafa gefist upp á meðan önnur hafa þraukað og notið góðs af því seinna meir.
Maður þarf að gera upp við sig hvort manni finnist þetta vera þess virði eða hvort þetta sé allt saman ekki eins glamúros og margir halda (því þetta er það ekki) og hvort sé ekki bara betra að vera öruggur heima hjá sér með hrein sængurföt og heita máltíð...

-Ragnar túrari


Milton keynes og Grímubúningar

Milton keynes

Spiluðum í Milton Keynes í gær vorum mjög stressaðir af því að síðast þegar við spiluðum í þessum sal fór ALLT úrskeiðis, gítarmagnarinn datt næstum ofan á andlitið á Ragnari og mikrafónninn hvarf bara, fundum hann eftir giggið samt. Allt mjög skrýtið... En í gær vorum við í hörku formi. Byrjuðum daginn á að fara í miðbæinn (sem er bara "moll" mjög skrýtin borg) keyptum gjafir handa kæró og átum skyndibita, eins og vanalega. (Ef ég sé aðra samloku á næstu dögum þá gubba ég!) Fórum svo í góðum fíling þangað sem við vorum að spila. Við höfðum góða tilfinningu fyrir þessu og varð þetta mitt uppáhalds gigg á túrnum.

Eftir tónleikana ákváðum við að gera eitthvað skemmtilegt og héldum því búninga partý. Ég (Egill) og Ragnar fórum í drag. Heimir varð Betty-crocker, Aggi var Elvis á g-streng og ég veit ekki einusinni hvað Addi var. Hann var einhverskonar geim maður í búning sem hann segist hafa saumað sjálfur. Efa það samt, því ef hann saumar svona þá er hann á rangri hillu í rokkinu.

Við gengum alveg fram af Skiddurunum og þeir sögðu að þetta væri eitt það eftirminnilegasta á 20 ára ferli. Þeir hafa samt án efa verið að ýkja.

Við eigum ansi skemmtilegt video af þessu öllu sem við setjum á netið þegar við erum búnir að klippa það saman.

Egill


Ekkert brotið ennþá ?

Skids & Sign

Við erum staddir á stað sem heitir Peterborough....aldrei heyrt um hann áður en Arnar segir að Lykla Pétur hafi komið héðan :)
Við erum svona að jafna okkur á leti-frídeginum okkar í gær sem var frábær og meira að segja ég Ragnar Sólberg fór í sturtu á miðjum túr án þess að vera þvingaður til. Síðan horfðum við bara á videó og spiluðum einhvern tölvuleik. Ég er samt fyrst núna að ná fótunum niður á jörðina svona þegar maður hefur frídag til að hugsa um hlutina.
Duttum svoldið úr gír samt en það verður fljótt að rifjast upp um leið og Egill telur í.
Núna sitjum við baksviðs með Scottie Hill, hann var að leyfa okkur að prufa gítarinn sinn og spjalla um uppáhalds gítarleikarana okkar, vill svo skemmtilega til að hann er einn af mínum :)

Enginn gítar eða nein hljóðfæri hafa brotnað ennþá þannig að ég bíð spenntur, það brotnar alltaf eitthvað á svona túr.

 


Vond lykt = ekta túr


Keyrslan er mikil á tónleikunum, drykkju og í bílnum líka.
Við erum svona að venjast þessu öllu saman en annað slagið kemur upp sú hugsun hvað þetta er æðislegt líf og hversu óraunverulega heppnir við séum.

Það er bannað að losa um sæðisfrumurnar í bílnum okkar þannig að við erum allir mjög "spenntir" og hressir, Arnar er samt orðinn pínu pirraður inní sér en það er hans vandamál :) Annars er mjög fínt að hafa auka kynorku fyrir gig-in þannig að þetta virkar ágætilega. Ég held hins vegar að sumir séu búnir að svindla svoldið....nefni enginn nöfn

Í gær og fyrradag drógu Skidararnir okkur uppá svið og við sungum með í laginu "Get the fuck out".......það var ekki raunverulegt...

Við erum núna í Glasgow, Skotlandi og fengum hlýjar móttökur um leið og við stigum útúr bílnum frá stelpu með fullt af pappírum og geisldiskum fyrir okkur til að skrifa á.
Þetta er þriðja skiptið sem við spilum hérna á þessum æðislega stað sem heitir "The Garage" og sama stelpan tekur alltaf á móti okkur, rosalega krúttlegt.

Eftir nokkra daga er kominn ógeðsleg lykt í bílinn (að sjálfsögðu) og sokkar orðnir meira en skítugir og ég ekki búin að fara í sturtu síðan við komum út. Sjáum hvað strákarnir þola það lengi áður en þeir henda mér inn í klefa í fötunum. En vond lykt er samt partur af þessu blessaða Rock N' Roll líferni sem við völdum okkur....þýðir bara að allt er eins og það á að vera.
En ekki rennur upp það sekúndu brot að ég sjái eftir því, sama hversu skítugur og ógeðslegur ég verð.

Fyrsta Partýið búið

Við áttum æðislegt kvöld í gær, mjög gott spjall við Skidarana og gott partý á staðnum sem við spiluðum á.

Við deildum backstage herbergi með strákunum og síðan var hörkupartý á hæðinni fyrir neðan en enginn af okkur nennti að fara þangað, við sátum bara að spjalla þangað til að allir voru komnir upp til okkar. Þetta var ekta rokk n' ról partý með brjóstum, bjór og annars konar vitleysu.

Scottie Hill gítarleikari var að segja okkur sögur af sjálfum sér og tjáði okkur síðan að hann hefði ekki verið með annað eins upphitunar band síðan að Pantera hituðu upp fyrir þá '92!!! Og alveg eins og með Pantera þá finnst honum svo gaman að horfa á okkur áður en hann fer sjálfur á svið því það kemur honum í svo mikið stuð.

Að horfa á þessa menn vera að tala við okkur á þessum nótum er eiginlega meira heldur en litlir rokkarar eins og við þolum þannig að hver einasta mínúta er eins og draumur fyrir okkur :)

Við erum ennþá að venjast þessum túr en allt gengur ógeðslega vel allavega.

 


Fyrsti dagur búin!!!!!

Fyrsti dagurinn búin og allir í hörku túr-fíling, tónleikarnir gengu rosalega vel og var kjaftfullt á Mean fiddler. Skid Row voru geðveikir (auðvitað), söngvarinn negldi öll lögin og við stóðum stjarfir við hliðina á sviðinu og fylgdumst með. Ég hef aldrei séð þá áður og það var rosalega skrítið að sjá þá í fyrsta skipti frá þessari hlið, ekki sem áhorfandi heldur partur af þeirra veröld. Eftir tónleikana var náttúrulega mega spennufall og ekkert betra við því að gera nema fara á uppáhalds barinn okkar í heiminum sem heitir Crobar og er í miðbænum, þangað rölltu allir og við vorum þar frameftir að djamma og hitta alla vini okkar í London. Á leiðinni heim stoppuðum við til að kaupa okkur að éta og Egill (Borði) keypti sér 10 bic mac!1 sem varð til þess að við vöknuðum snemma í morgunn við gubbhljóð sem var mjög hressandi. Leiðin lá síðan til Swansea, Wales sem var nokkra tíma keyrsla, en Aggi fór ekki með okkur...nei við neyddumst til þess að skilja hann eftir í London því hann hafði erindi til að sinna, síðan mætti hann hingað með lestinni rétt fyrir soundcheck neð bros á vörinni. Við kynntumst Skid Row strákunum svoldið í gær og erum allir orðnir góðir vinir í dag og allt stefnir í brjálað góðan móral á túrnum en ég er samt ekki ennþá að trúa að við séum að túra með þeim.... Túrinn er ungur og við líka!!!!! Elskum lífið okkar :) Rock N' Roll ástar kveðja SIGN


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband