rútutúr blog 2

Í dag er fyrsti frídagurinn okkar, og við erum lagðir á bílastæði í Birmingham.
Aiden strákarnir hafa reynst vel og eru líka mjög hressir, þó söngvarinn sé ekki að drekka þá er hann samt manna spenntastur að fara á skemmtistaði og er ávalt seinastur að fara sofa.
Rútubílstjórinn er snillingur, hann geymir hafnaboltakylfu undir sætinu sínu og er með ágætis hnífasafn í rútunni líka ef upp skildu koma óeirðir.

Það er mjög gott að fá frídag eftir 5 daga keyrslu, ég er orðin svoldið leiður og þreyttur á þessum stöðum sem við erum að spila á enda neyðumst við oft til að hanga þar í marga klukkutíma sem er frekar niðurdrepandi.
Í dag ætla ég að hugsa um allt annað og fara kannski í bíó og út að borða : ) og reyna að hugsa ekki um hvað það á eftir að kosta í krónum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband