15.5.2008 | 18:53
Fjórði túrdagur
Fjórði dagur og það er kominn mjög hressileg svita- og táfýla í bílinn okkar.
Við erum búnir að prufa mismunandi svefn uppstillingar, það eru 3 kojur, einn single beddi og einn þriggja manna.Ég, Arnar og Aggi byrjuðum á því að sofa 3 saman en Aggi var fljótlega rekinn úr þeirri pælingu, fyrir plássfrekju og svo talar hann líka uppúr svefni. Þannig að þeir plássfrekustu eru sér á báti og við hógværu keludýrin erum saman, ég, Arnar og Orri (sem rótar og sér um ljós).
Eftir að ég hætti að drekka hafa allir róast alveg rosalega mikið, sem segir kannski meira um mig heldur en þá : ) Þeir voru nú samt í fíling fyrsta kvöldið sem er meðal annars hægt að sjá brot af á videoinu sem að linkurinn fyrir neðan vísar á: "A day in the life of A.D."
Í kvöld erum við í Whales í bæ sem heitir Cardiff, að spila í háskóla heimavist og það er uppselt á þessu þúsund manna venjúi.
Í gær var nú alls ekki svo gott en sviðið var svo lítið að ég var á sama ferimeter og Egill og ég datt tvisvar sinnum ofan á trommusettið : )
Við erum alveg heilir á húfi annars, það eru nokkrir búnir að fá ærlega í magann af skemmdum breskum kebab en enginn fengið fuglaveikina ennþá.
Ragnar Sóber
http://www.youtube.com/watch?v=wjSU2Ja87_I
Athugasemdir
Þetta vekur upp flashback frá því ég var með agga í herbergi, þurfti einmitt að færa hann í annað herbergi vegna plássfrekju og ekki bætti allt bullið úr skák sem hann segir í svefni. :)
Elí Friðbertsson (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.