8.4.2008 | 00:51
Á hring um landið
Við erum á 4 degi á hringnum í kringum landið (fyrir utan vestfirði) og ég sit núna í ógeðslegu veðri á Eskifirði að skrifa blogg.
Við, Dr. Spock og Benny Crespos Gang erum öll saman í einni rútu sem var fyllt af bjór, coke zero og prins polo í byrjun ferðalagsins og erum við búin að lifa á því. Ég er sjálfur búin að vera fárveikur alla síðustu viku og röddin er svona ennþá að jafna sig þannig að ég er búin að taka því rólega og vera duglegur að kúra undir teppi og sofa.
Arnar hins vegar er búin að vera eldhress og partíar alltaf fyrir tvo hvort sem er.
Hann er búin að: dulbúa sig sem múmía í klósettpappír, tannbursta sig með klósettbursta (notuðum), setja tannkrem á rassinn á sér, rúlla allsber niður tröppurnar á einu gistiheimilinu með blóm í rassinum, og svona má lengi telja ("Beisiklí" hegða sér eins og fíflið sem hann er)
Tónleikarnir eru búnir að ganga rosalega vel og mætingin er búin að vera til fyrirmyndar, ég man sjálfur þegar ég var að alast upp á Ísafirði að ef einhver hljómsveit kom frá Reykjavík þá mætti maður bara og rokkaði útaf því að það var eitthvað sem gerðist ekki í hverri viku.
Landsbygðin er Rokkþyrst og við erum að skemmta okkur konunglega að bjarga málunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.