27.2.2008 | 20:33
Sign besta nýja breska bandið?
Íslensku tónlistarverðlaunin????
-Nei ekki hér á bæ, en við fengum hinsvegar glæsilegan verðlauna grip frá "Pure Rawk Awards"
Verðlauna afhendingin fór fram þann 8. febrúar seinast liðinn og hlutu Sign viðurkenningu sem besta nýja bandið í Bretlandi.
Nei þetta er ekki klíkuskapur, en það voru 15 þúsund aðilar sem sáu um kosningar á netinu.
15 þúsund? Ég er nú enginn stærðfræðingur (datt út í flókinni algebru) en eru það ekki alveg 5 prósent af hinni íslensku þjóð?
Við gátum því miður ekki verið viðstaddir en þetta var víst heljarinnar veisla, haldin á hinum víðfræga Marquee Club þar sem bjórinn flaut eins og snjór á góðum íslenskum vetrardegi.
Neinei við vorum uppteknir við að...... moka snjó : )
Sjáiði hvað hann er fallegur : )
Athugasemdir
Það er enginn lygi að hann er glæsilegur ;)
-SB
Stefan (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.