Túra eða bara vera heima hjá sér

Ég sit uppí rútu og klukkan er 2 um nóttina, Rob sem keyrir bílinn er sofandi við hliðina á mér og strákarnir eru ennþá inní á staðnum sem við spiluðum á að spjalla við eitthvað lið og skemmta sér.
Ég er búin að vera slappur tvo seinustu daga og það var næstum því liðið yfir mig í Liverpool í gær í seinasta laginu en ég náði samt að "feika" það mjög vel
Ég passa mig samt að fara alltaf manna fyrstur í rúmið því ólíkt hinum hef ég rödd sem þarf að passa uppá. Það er hægt að skipta um strengi í gítar, gera við lóðningar og skipta um trommuskinn en ef röddin klikkar þá er voða lítið hægt að gera.
Það eru bara þrennir tónleikar eftir af þessum blessaða túr og þó okkur hlakki rosalega til að hitta ástvinina og allt það þá kvíðum við líka fyrir því að þetta endi og að við höfum ekki "gig" á hverju kvöldi, því á þessum hálftíma sem við spilum lifnar hver einasta fruma í líkamanu við og lífið hefur fullkomin tilgang, sama hversu ömurleg restin af deginum getur verið.

Hérna er komið að krossgötum þar sem svo mörg bönd hafa gefist upp á meðan önnur hafa þraukað og notið góðs af því seinna meir.
Maður þarf að gera upp við sig hvort manni finnist þetta vera þess virði eða hvort þetta sé allt saman ekki eins glamúros og margir halda (því þetta er það ekki) og hvort sé ekki bara betra að vera öruggur heima hjá sér með hrein sængurföt og heita máltíð...

-Ragnar túrari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist sjálfur hvaða götu þið eigið að ganga. Beint áfram! Gangi ykkur vel á loka sprettinum...

Arnar (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 20:16

2 identicon

Gaman að fylgjast með ykkur í gegnum þessa síðu. Þið eruð flottastir. Eru til einhverjar myndir af Agga í þessum Elvis g-streng??? Það væri gaman að sjá þær þá  

Gangi ykkur vel, hlökkum til að sjá ykkur.

 Rúrí rokkmamma og Elí rokkbróðir Agga

Rúrí og Elí (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 21:02

3 identicon

þú gerir vissulega bara hvað þér finnst rétt og ferð þína eigin leið, það er náttúrulega ekkert flóknara en það :)

En gangi ykkur samt vel með það sem eftir er af túrnum og hlakka til að sjá ykkur á nasa

Jökull

Jökull (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 23:39

4 identicon

Já ég er ekkert að kvarta sko :) en maður hefur heyrt suma gera það í gegnum tíðina og það er þegar kemur að þessum tímapunkti. Ég myndi ekki skipta þessu fyrir neitt!

Ragnar Zolberg (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:23

5 identicon

Ef það er einhver fæddur til að feta þennann veg og bera af þá eru það þið bræðurnir.

Dvergakveðjur,

Magga frænka

P.s.

Þökk sé ruslpóstvörninni ykkar veit ég núna hvað orðið "summan" þýðir.

Magga frænka (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband