Milton keynes og Grímubúningar

Milton keynes

Spiluðum í Milton Keynes í gær vorum mjög stressaðir af því að síðast þegar við spiluðum í þessum sal fór ALLT úrskeiðis, gítarmagnarinn datt næstum ofan á andlitið á Ragnari og mikrafónninn hvarf bara, fundum hann eftir giggið samt. Allt mjög skrýtið... En í gær vorum við í hörku formi. Byrjuðum daginn á að fara í miðbæinn (sem er bara "moll" mjög skrýtin borg) keyptum gjafir handa kæró og átum skyndibita, eins og vanalega. (Ef ég sé aðra samloku á næstu dögum þá gubba ég!) Fórum svo í góðum fíling þangað sem við vorum að spila. Við höfðum góða tilfinningu fyrir þessu og varð þetta mitt uppáhalds gigg á túrnum.

Eftir tónleikana ákváðum við að gera eitthvað skemmtilegt og héldum því búninga partý. Ég (Egill) og Ragnar fórum í drag. Heimir varð Betty-crocker, Aggi var Elvis á g-streng og ég veit ekki einusinni hvað Addi var. Hann var einhverskonar geim maður í búning sem hann segist hafa saumað sjálfur. Efa það samt, því ef hann saumar svona þá er hann á rangri hillu í rokkinu.

Við gengum alveg fram af Skiddurunum og þeir sögðu að þetta væri eitt það eftirminnilegasta á 20 ára ferli. Þeir hafa samt án efa verið að ýkja.

Við eigum ansi skemmtilegt video af þessu öllu sem við setjum á netið þegar við erum búnir að klippa það saman.

Egill


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má ekki líta af ykkur!

kveðja,

gis von ice

(SIGN umbi)

Gis Von Ice (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 16:14

2 identicon

hahaha hlakka til að sjá þetta vitleysingar!

Jökull (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband