Ekkert brotið ennþá ?

Skids & Sign

Við erum staddir á stað sem heitir Peterborough....aldrei heyrt um hann áður en Arnar segir að Lykla Pétur hafi komið héðan :)
Við erum svona að jafna okkur á leti-frídeginum okkar í gær sem var frábær og meira að segja ég Ragnar Sólberg fór í sturtu á miðjum túr án þess að vera þvingaður til. Síðan horfðum við bara á videó og spiluðum einhvern tölvuleik. Ég er samt fyrst núna að ná fótunum niður á jörðina svona þegar maður hefur frídag til að hugsa um hlutina.
Duttum svoldið úr gír samt en það verður fljótt að rifjast upp um leið og Egill telur í.
Núna sitjum við baksviðs með Scottie Hill, hann var að leyfa okkur að prufa gítarinn sinn og spjalla um uppáhalds gítarleikarana okkar, vill svo skemmtilega til að hann er einn af mínum :)

Enginn gítar eða nein hljóðfæri hafa brotnað ennþá þannig að ég bíð spenntur, það brotnar alltaf eitthvað á svona túr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman af þessu bloggi.. mikið stuð og mikið rokk greinilega hjá ykkur félögum það er frábært..

súrt að geta ekki mætt á giggið hjá ykkur hér heima..

er hálfpartinn að vonast að giggið hjá okkur fyrir norðan offist.. bara eða eitthvað ..:)

kv. Stefán

Stefán Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 03:25

2 identicon

Hahaha djöfulsins snilld. Ég hlakka ekkert smá til að sjá þennan geimmannabúning hans AD. Miðað við lýsingarnar og hans ýmindunarafls þá getur þetta bara ekki klikkað.

Kveðja frá Fróni.
Millli

Millli (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband