15.11.2007 | 00:29
Fyrsti dagur búin!!!!!
Fyrsti dagurinn búin og allir í hörku túr-fíling, tónleikarnir gengu rosalega vel og var kjaftfullt á Mean fiddler. Skid Row voru geðveikir (auðvitað), söngvarinn negldi öll lögin og við stóðum stjarfir við hliðina á sviðinu og fylgdumst með. Ég hef aldrei séð þá áður og það var rosalega skrítið að sjá þá í fyrsta skipti frá þessari hlið, ekki sem áhorfandi heldur partur af þeirra veröld. Eftir tónleikana var náttúrulega mega spennufall og ekkert betra við því að gera nema fara á uppáhalds barinn okkar í heiminum sem heitir Crobar og er í miðbænum, þangað rölltu allir og við vorum þar frameftir að djamma og hitta alla vini okkar í London. Á leiðinni heim stoppuðum við til að kaupa okkur að éta og Egill (Borði) keypti sér 10 bic mac!1 sem varð til þess að við vöknuðum snemma í morgunn við gubbhljóð sem var mjög hressandi. Leiðin lá síðan til Swansea, Wales sem var nokkra tíma keyrsla, en Aggi fór ekki með okkur...nei við neyddumst til þess að skilja hann eftir í London því hann hafði erindi til að sinna, síðan mætti hann hingað með lestinni rétt fyrir soundcheck neð bros á vörinni. Við kynntumst Skid Row strákunum svoldið í gær og erum allir orðnir góðir vinir í dag og allt stefnir í brjálað góðan móral á túrnum en ég er samt ekki ennþá að trúa að við séum að túra með þeim.... Túrinn er ungur og við líka!!!!! Elskum lífið okkar :) Rock N' Roll ástar kveðja SIGN
Athugasemdir
Sælir frændur ég er heavy stolt af ykkur þetta er frábært tækifæri fyrir ykkur :)
Ég sé ykkur og Skid row 1. Des (takið frá miða fyrir mig elskurnar)
Kv Linda Frænka
Berglind Ósk Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.