Að fara soundchecka fyrir fyrsta gig!

Okei, ég sit við sviðið á Mean Fiddler í miðbæ London, Skid Row rótararnir eru að stilla upp og undirbúa fyrir soundcheck. Við erum búnir að vera hérna í allan dag að hafa okkur klára, búnir að sjá hetjurnar en ekki búnir að heilsa þeim ennþá. Þegar þeir stigu útúr rútunni fékk ég pínu í magann og núna er sú staðreynd að hellast yfir mig að við séum að fara hita upp fyrir þá næstu 2 vikurnar en samt finnst mér það enn óraunverulegra heldur en nokkru sinni fyrr. Við erum óhemju spenntir fyrir giginu í kvöld og vonum að það eigi eftir að ganga "semi" slysalaust, en svona fyrsta gig á túr er alltaf pínu skrítið samt og við megum alveg búast við einhverjum ævintýrum. Seinast þegar við spiluðum hérna var næstum því búið að banna okkur að spila aftur því Arnari tókst að sulla bjór yfir allt sviðið í látunum sínum sem var EKKI vinsælt hjá staffinu þannig að við pössum okkur vel núna. Annars er mórallinn mjög góður hjá okkur, Aggi sem spilar á gítar og hljómborð með okkur á túrnum er að koma til Englands í fyrsta skipti þannig að hann tók pínu rokk pakka í gær, rakaði af sér skaphárin (ekki slysalaust) og varð pínu fullur uppá hótelherbergi. Ég er að fara sjá Skid Row í fyrsta skipti í kvöld og er eiginlega meira spenntur fyrir því heldur en að fara spila sjálfur, eins geðveikt og það verður! Vá hvað ég elska að vera ég í dag! kv. Ragnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

gangi ykkur vel

Einar Bragi Bragason., 13.11.2007 kl. 19:50

2 identicon

Gangi ykkur vel drengir ...

Hver ætlar annars að sjá um að taka sokkinn þar sem að hann sjálfur er heima á íslandi í þetta skiptið?

Addi (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:05

3 identicon

Vona að það hafi gengið vel! Enjoy!!!

Arnar (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 12:24

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Vá hvað mig hlakkar til að sjá giggið á Nasa. Gangi ykkur vel

Kristján Kristjánsson, 14.11.2007 kl. 13:59

5 identicon

ég óska ykkur bara góðs gengis strákar mínir og skemmtið ykkur ógeðslega vel!

Jökull (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 16:58

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég elska líka að vera þú í dag. Ég vil fá myndir af skapahársrakstrinum. Núna!

Ingvar Valgeirsson, 16.11.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband