SIGN á leiðinni út

Jæja, nú erum við á leiðini útá flugvöll og platan kom í búðir í dag, þetta er semsagt mjög stór dagur fyrir okkur Signverja því við erum búnir að bíða spenntir eftir því að þessi plata líti dagsins ljós. Nú er líka aðeins einn dagur í að við hittum "idolin" okkar í Skid Row og spenningurinn er svo rosalegur að við gætum þurft að hafa með okkur auka nærbuxur til að hitta strákana. Dagurinn í dag er búin að ganga misvel og það er búið að vera mikið stress hjá okkur, klára að pakka niður og redda hinu og þessu eins og gerist og gengur á svona stórum degi. Enginn var tíminn til að borða eða neitt þannig að menn voru farnir að borða pizzu uppúr ruslinu síðan á fimtudaginn og gera þrenna hluti í einu sem er ekki eðlilegt fyrir okkur rokkarana. Bílstjórinn okkar var líka seinn og með slökkt á símanum sínum í þokkabót þannig að við vorum í alvöru farnir að efast um að við myndum ná fluginu. En hann kom þessi elska þegar stressið hafði náð hámrki og við náðum aftur að anda rólega. Við skiljum við ísland með bros á vör til að sparka í rassgatið á Englandi og skiljum plötuna okkar eftir til að sparka í rassgatið á Íslandi. Farewell Kv. Sign


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband