31.10.2008 | 18:32
Austurríki, 2 dagar heim!
Í dag vöknuðum við í Austurríki, uppá miðju fjalli umkringdir trjám.
Til að komast að venjúinu þurftum við að fara með græjurnar yfir á.
Aldrei bjóst ég við að spila á rokk-tónleikum í svona "ó-rokklegu" umhverfi sem minnti mig á hvað við erum komnir langt frá því að við byrjuðum í kjallaranum heima hjá mér.
Við erum búnir að lifa í sömu rútunni allann tímann, nema jú við vorum á hóteli 2 nætur í Finnlandi sem var æðisleg tilbreyting, fá að sofa í rúmi og geta kúkað og farið í sturtu eru hlutir sem maður tekur ekki sem sjálfsögðum hlut þegar maður býr í rútu.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 15:37
fasta-tónleikagestir
Það er í alvörunni fólk sem mætir dag eftir dag, til að hanga fyrir utan staðina sem við spilum á og bíður í röð stundum frá kl: 8 á morgnanna....Til þess að geta verið fremst á tónleikunum.
Sumir eru með hótel á hverju kvöldi, aðrir gista á strætó-stoppu-stöðum ???
Ég persónulega skil það ekki, þau standa stundum í rigningu og roki, þvílikur töggur og þrjóska.
Það er gott að hafa support og allt það, og ég ber virðingu fyrir því....
En ég væri löngu kominn með leið á að sjá sömu tónleikana aftur og aftur þó að það væri með uppáhalds hljómsveitinni minni.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2008 | 15:30
Ég, ekki vinur Putins
Við sjáum í breskum fréttum annað slagið fréttir um ísland og eru þær ekki alltaf þær sömu og eru sýndar heima.
"Criceland" er orðið alheims brandari og þegar menn eru farnir að leita huggun hjá Putin þá get ég ekki annað en spurt sjálfan mig hvort ég vilji halda áfram að búa á Íslandi? Og viti menn, ég held bara ekki takk fyrir.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2008 | 12:18
rútutúr blog 2
Aiden strákarnir hafa reynst vel og eru líka mjög hressir, þó söngvarinn sé ekki að drekka þá er hann samt manna spenntastur að fara á skemmtistaði og er ávalt seinastur að fara sofa.
Rútubílstjórinn er snillingur, hann geymir hafnaboltakylfu undir sætinu sínu og er með ágætis hnífasafn í rútunni líka ef upp skildu koma óeirðir.
Það er mjög gott að fá frídag eftir 5 daga keyrslu, ég er orðin svoldið leiður og þreyttur á þessum stöðum sem við erum að spila á enda neyðumst við oft til að hanga þar í marga klukkutíma sem er frekar niðurdrepandi.
Í dag ætla ég að hugsa um allt annað og fara kannski í bíó og út að borða : ) og reyna að hugsa ekki um hvað það á eftir að kosta í krónum.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 21:39
Meiri einlægni í rokkið
Við erum lagðir af stað í mánaðar túr með hljómsveitunum "Slaves to Gravity" og "Aiden". Við komum til með að spila fyrir 15.000 manns á þessum túr og ferðumst um 6 lönd í evrópu með aðeins 6 frí daga sem fara í ferðalög á milli staða.
Ég geri mér grein fyrir því að það nenna ekki allir að lesa endalausar sögur um það hvernig gekk að spila, róta, partýa og sofa. Og einka húmorinn okkar og Arnars nær alls ekki til allra.
Mig langar samt að blogga á hverjum degi og hef ákveðið að vera aðeins meira persónulegri á komandi mánuði.
Við erum búnir að koma okkur vel fyrir í rútunni sem við deilum með Aiden, voða fín og snyrtileg rúta með 6 sjónvörpum, playstation, x-box og tonn af bíómyndum og leikjum. Þar er líka bannað að reykja þannig að maður fær ekki lungnabólgu á því að vera þar lengi, plús að hún er þrifin á hverjum degi : )
Ég var að vona að Aiden gæjarnir væru ekki rugludallar, því það er rosalega mikið af fávitum í þessum bransa og margir hverjir stunda ýmist óheilbrigðar afþreyingar,
og þar sem ég er kominn á það stig í lífinu mínu að ég nenni ekki að vera í kringum stanslaust partý alltaf þá hefði það ekki verið cool í heilan mánuð, og mig kveið svoldið fyrir.
En þeir virðast vera mjög "down to earth" og eru mjög nice, við erum reyndar bara búnir að þekkja þá í einn dag : ) en þeir lofa góðu og söngvarinn er edrú og hálfgerður foringi yfir hinum.
Við höfum talað um að það væri gott og gaman fyrir okkur að spila með báðum þessum böndum, hálf ótrúlegt að það skuli hafa ræst í einum túr.
- Ragnar
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 16:50
spila allsber á Gay Pride
Doncaster er frekar stór sveitaborg einhversstaðar i Englandi þar sem versti matur hugsanlega er framleiddur, Ég og Arnar fengum að kynnast því þegar við fórum á cafeteriu í miðbænum og fengum okkur hamborgara (ekki með brauði eða grænmeti) og pepsi sem ég kúgaðist af í alvöru, sennilega útrunnið fyrir seinustu aldamót.
Við keyptum okkur hallærislegar derhúfur og röltum um bæinn eins og þessir hressustu túristar og lentum í alls kyns ævintýrum eins og t.d. manni með holdsveiki sem frussaði óvart framan í Arnar.
Þegar það kom að því að spila vorum við allir komnir í hörku fíling, Aggi var málaður eins og jókerinn, ég var í bol sem á stóð "sorry girls I'm gay", Arnar var búin að krota "Boy Toy" á magann á sér og við vorum með eldgleypir fyrir framan sviðið, allt saman uppskrift af góðum tónleikum!
Doncaster virtust elska okkur (kannski enginn furða þar sem það gerist ekki mikið þarna) og ég held að við höfum alveg sprengt þau þegar Arnar klæddi sig úr öllum fötunum (nema sokkunum auðvitað) í seinasta laginu okkur, hann sá samt sóma sinn í því að halda fyrir það allra heilagasta til að hlífa börnum og viðkvæmum. En sumir elskuðu hann og hann fékk sko að finna fyrir því í eftirpartýinu.
Aggi (Jókerinn) dansaði við einhvern samkynhneigðan dans-snilling uppá sviði og lærði öll helstu dans múvin, og kynnti svo hvert lag af fætur öðru fyrir DJ-inn við miklar undirtektir.
Allir höfðum við mjög gaman af þessum degi rétt eins og Doncaster búar höfðu gaman af okkur.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2008 | 14:24
Gay Pride ferd 1
Sumarið hefur svo sannarlega liðið hratt og ég ætla ekkert of mikið að fara skrifa um það, við erum ýmist að vinna eða í sumarfríi og síðan við spiluðum seinast á Alþjóðardegi MND félagsins, höfum við ekki verið allir saman í herbergi fyrr en við byrjuðum núna að æfa okkur upp fyrir tónleika á Gay Pride í borg sem heitir Doncaster.
Í fréttatilkynningunni sem Doncaster sendi frá sér stendur að "með hjálp Corona (styrktaraðillinn) getum við flogið Sign inn frá heimalandi sínu íslandi sérstaklega til þess að spila á Doncaster Pride, Sign sem er álitinn af mörgum vera stór partur af Doncaster Gay Pride fjölskyldunni eftir "breath taking performance" í fyrra". Takk fyrir það Doncaster : ) "Sign, the gayest straight band ever".
Hún Donna sem er mamma okkar hérna í Engladi (og nýbúin að ættleiða Noise líka: ) sá til þess að við spilum á fleiri tónleikum á meðan við erum hérna og í kvöld munum við spila á einhverjum pöbb og fögnum afmælinu hans Arnars (22ja ára, 16. ágúst) skálum fyrir því!
Og svo spilum við á stað sem heitir "The Purple Turtle" í Camden, Londo. Þar skilst mér að sé orðið uppselt á tónleikana okkar og verður því mjög gaman að sjá hvort einhver ný andlit hafi ekki bæst í hópinn eftir Download og Iron Maiden coverið. skál fyrir því!
videoblog2
videoblog 1
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2008 | 16:04
Aggi mælir ekki með því að detta í Þyrnirunna!
Áfram gengur ferðin, og okkur fer að líða eins og við séum búnir að vera að miklu lengur heldur við erum búnir að vera í alvöru.
Margt skemmtilegt er búið að gerast, Við erum búnir að vera rosalega duglegir að selja plötuna og boli á tónleikum, eignast fullt af nýjum aðdáendum (sem er nú markmiðið með þessu) Og ofan á allt erum við vinirnir að skemmta okkur mjög vel.
Það er nú samt ekki alveg laust við Spinal Tap momentin en um daginn vorum við að spila eitt erfitt gig í Cardiff, Whales. Það var svoldið hátt svið og þegar við byrjuðum á laginu "Dancing in", byrjaði ég eitthvað að sviefla gítarnum en sveiflaði víst aðeins of fast og missti jafnvægið sem varð til þess að ég datt svona skemmtilega niður af sviðinu (rétt áður en ég átti að byrja syngja)....Mér tókst samt að lenda á fótunum og fékk hjálp frá security gaurnum við að komast aftur uppá svið : )
Annað svipað moment átti sér stað útá Þjóðvegskanti, en þá vorum við að keyra eina margra klukkutíma keyrslu og strákarnir voru að drekka bjór í bílnum. Aggi (guð blessi hann) var búin með aðeins of marga og var orðin "Fulli Aggi" þegar hann þurfti að fara út að míga. Hann steig útúr bílnum, mis-steig sig og varð pirraður, bölvaði og henti bjórnum sínum frá sér, missti jafnvægið, flaug á eftir bjórnum og lenti eins og tuskubrúða í Þyrni runna og klessti á staur í þokkabót!
Þarna lá hann emjandi, flæktur í þyrni og ILLA skrapaður á meðan hinir sprungu úr hlátri og náðu í myndavélina : ) Með aðstoð komst hann svo uppúr runnanum, hélt áfram að blóta og datt aftur....
(kennir manni að vera ekki svona neikvæður, þá fær maður bara neikvæða hluti til sín, lífsspeki 101 : )
Honum var dröslað inní bíl greyinu, hellti svo Jack Daniels yfir allt þegar hann var að reyna skvetta því á rassinn á sér til sótthreinsunar og emjaði það sem eftir var ferðarinnar þangað til hann sofnaði með sárugann rassinn uppí loftið.
Kv. Ragnar
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2008 | 18:53
Fjórði túrdagur
Fjórði dagur og það er kominn mjög hressileg svita- og táfýla í bílinn okkar.
Við erum búnir að prufa mismunandi svefn uppstillingar, það eru 3 kojur, einn single beddi og einn þriggja manna.Ég, Arnar og Aggi byrjuðum á því að sofa 3 saman en Aggi var fljótlega rekinn úr þeirri pælingu, fyrir plássfrekju og svo talar hann líka uppúr svefni. Þannig að þeir plássfrekustu eru sér á báti og við hógværu keludýrin erum saman, ég, Arnar og Orri (sem rótar og sér um ljós).
Eftir að ég hætti að drekka hafa allir róast alveg rosalega mikið, sem segir kannski meira um mig heldur en þá : ) Þeir voru nú samt í fíling fyrsta kvöldið sem er meðal annars hægt að sjá brot af á videoinu sem að linkurinn fyrir neðan vísar á: "A day in the life of A.D."
Í kvöld erum við í Whales í bæ sem heitir Cardiff, að spila í háskóla heimavist og það er uppselt á þessu þúsund manna venjúi.
Í gær var nú alls ekki svo gott en sviðið var svo lítið að ég var á sama ferimeter og Egill og ég datt tvisvar sinnum ofan á trommusettið : )
Við erum alveg heilir á húfi annars, það eru nokkrir búnir að fá ærlega í magann af skemmdum breskum kebab en enginn fengið fuglaveikina ennþá.
Ragnar Sóber
http://www.youtube.com/watch?v=wjSU2Ja87_I
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2008 | 17:57
Sign í Englandi
Við erum komnir út til Englands að fara túra með hljómsveitinni Wednesday 13 í 3 vikur, þeir eru svona goth beinagrinda band sem að við höfum túrað með áður fyrir 2 árum síðan.
Söngvarinn hætti skyndilega að drekka og rak allar hinar fyllibytturnar úr bandinu þannig að það er allt annar fílingur í kringum þá heldur en seinast (sem var Mjög skrautlegt).
Ég er líka hættur að drekka : ) hætti fyrir mánuði og er búin að vera miklu skemmtilegri síðan og endalaust hress : )
Finn fyrir auknum krafti, eitthvað sem manni veitir ekki af fyrir svona törn og í lífinu almennt bara.
Mér finnst líka alveg fínt að fylgjast með strákunum þegar þeir fá sér aðeins og hlæja að vitleysunni í þeim.
Við komum í gærkvöldi og fyrstu tónleikarnir eru í kvöld í bæ sem heitir Wolferhampton, við höfum spilað hérna nokkrum sinnum áður og þekkjum bæinn ágætlega.
Við byrjuðum daginn á því að fara í göngutúr um bæinn í þessu svaka fína sumar veðri og versluðum eitthvað drasl en erum núna á tónleikastaðnum nýbúnir að éta fullt af chilli og erum að fara spila eftir klukkutíma.
Við erum allir með mjög góða tilfinningu fyrir þessu og ég held að þetta verði bara besti túrinn hingað til
kv. Ragnar Zolberg
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)