spila allsber á Gay Pride

Doncaster er frekar stór sveitaborg einhversstaðar i Englandi þar sem versti matur hugsanlega er framleiddur, Ég og Arnar fengum að kynnast því þegar við fórum á cafeteriu í miðbænum og fengum okkur hamborgara (ekki með brauði eða grænmeti) og pepsi sem ég kúgaðist af í alvöru, sennilega útrunnið fyrir seinustu aldamót.
Við keyptum okkur hallærislegar derhúfur og röltum um bæinn eins og þessir hressustu túristar og lentum í alls kyns ævintýrum eins og t.d. manni með holdsveiki sem frussaði óvart framan í Arnar.

Þegar það kom að því að spila vorum við allir komnir í hörku fíling, Aggi var málaður eins og jókerinn, ég var í bol sem á stóð "sorry girls I'm gay", Arnar var búin að krota "Boy Toy" á magann á sér og við vorum með eldgleypir fyrir framan sviðið, allt saman uppskrift af góðum tónleikum!

Doncaster virtust elska okkur (kannski enginn furða þar sem það gerist ekki mikið þarna) og ég held að við höfum alveg sprengt þau þegar Arnar klæddi sig úr öllum fötunum (nema sokkunum auðvitað) í seinasta laginu okkur, hann sá samt sóma sinn í því að halda fyrir það allra heilagasta til að hlífa börnum og viðkvæmum. En sumir elskuðu hann og hann fékk sko að finna fyrir því í eftirpartýinu.

Aggi (Jókerinn) dansaði við einhvern samkynhneigðan dans-snilling uppá sviði og lærði öll helstu dans múvin, og kynnti svo hvert lag af fætur öðru fyrir DJ-inn við miklar undirtektir.

Allir höfðum við mjög gaman af þessum degi rétt eins og Doncaster búar höfðu gaman af okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernnig verður þetta á menningarnótinni..eru þetta órafmagnaðir tónleikar eða..?

moon (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 15:56

2 identicon

" H O M M A R "  !!!

En samt eitthvað svo flottir !!

Howserinn (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband