Sign í Englandi

Við erum komnir út til Englands að fara túra með hljómsveitinni Wednesday 13 í 3 vikur, þeir eru svona goth beinagrinda band sem að við höfum túrað með áður fyrir 2 árum síðan.
Söngvarinn hætti skyndilega að drekka og rak allar hinar fyllibytturnar úr bandinu þannig að það er allt annar fílingur í kringum þá heldur en seinast (sem var Mjög skrautlegt).

Ég er líka hættur að drekka : ) hætti fyrir mánuði og er búin að vera miklu skemmtilegri síðan og endalaust hress : )
Finn fyrir auknum krafti, eitthvað sem manni veitir ekki af fyrir svona törn og í lífinu almennt bara.
Mér finnst líka alveg fínt að fylgjast með strákunum þegar þeir fá sér aðeins og hlæja að vitleysunni í þeim.

Við komum í gærkvöldi og fyrstu tónleikarnir eru í kvöld í bæ sem heitir Wolferhampton, við höfum spilað hérna nokkrum sinnum áður og þekkjum bæinn ágætlega.
Við byrjuðum daginn á því að fara í göngutúr um bæinn í þessu svaka fína sumar veðri og versluðum eitthvað drasl en erum núna á tónleikastaðnum nýbúnir að éta fullt af chilli og erum að fara spila eftir klukkutíma.

Við erum allir með mjög góða tilfinningu fyrir þessu og ég held að þetta verði bara besti túrinn hingað til

kv. Ragnar Zolberg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er frabært að þu sert hættur að drekka Raggi minn, enda ertu svo fallegur þegar að þu ert edrú:D Viltu kissa Agga fyrir mig og segja að eg elski hann:D

Gangi ykkur vel strakar:*

Kv. Einar (Búffs)

Einar (Búffs) (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 00:32

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst þú reyndar alltaf fallegur. En gangi ykkur ógeðslega vel.

Ingvar Valgeirsson, 13.5.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband